Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fös 05. desember 2025 10:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jörgen frá Eyjum til Flórída (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norðmaðurinn Jörgen Pettersen er genginn í raðir bandaríska félagsins Sarasota Paradise eftir að hafa spilað með ÍBV á síðasta tímabili.

Það var hans fimmta tímabil á Íslandi en áður hafði hann spilað tvö tímabil með ÍR og tvö með Þrótti.

Meiðsli settu strik í reikninginn hjá miðjumanninum sem kom einungis við sögu í tíu leikjum í deild og bikar.

Hann er 28 ára og er nú mættur í USL League One deildina. Paradise, sem verður atvinnumannalið á komandi tímabili, var stofnað fyrir rétt um þremur árum síðan og var í þrjú tímabil í USL League Two.


Athugasemdir
banner
banner