Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United, var langt frá því að vera sáttur við sitt gamla félag í gær. United gerði þá 1-1 jafntefli gegn West Ham á heimavelli.
„Í hvert skipti sem ég horfi á Man Utd þá verð ég fyrir vonbrigðum," sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn í gær.
„Í hvert skipti sem ég horfi á Man Utd þá verð ég fyrir vonbrigðum," sagði Keane á Sky Sports eftir leikinn í gær.
„Þeir eru að spila gegn liði sem er í fallsæti og þeir taka fótinn af bensíngjöfinni þegar þeir komast 1-0 yfir."
„Hverjar eru kröfurnar hjá félaginu? Slakaðu á þegar þú ert kominn í 3-0," sagði Keane pirraður.
Það var baulað á Old Trafford þegar flautað var til leiksloka í gær en United hefði getað komist upp í fimmta sætið með sigri.
„Þeir eru ekki nógu klínískir. Þeir eru ekki nógu grimmir til að klára verkefnið. Í síðustu þremur eða fjórum leikjum þá hefur þetta verið mjög slakt. Þeir gátu klárað verkefnið en voru hræddir. Við erum að tala um það að komast upp í fimmta sæti. Sama gamla sagan," bætti Írinn við.
Athugasemdir




