Jesse Lingard, fyrrum miðjumaður Manchester United, hefur komist að samkomulagi við FC Seoul um riftun á samningi og yfirgefur félagið í næstu viku.
Lingard, sem er 32 ára, kom á frjálsri sölu til suður-kóreska félagsins í febrúar 2024. Hann lék 66 leiki fyrir það og skoraði 18 mörk.
Lingard, sem er 32 ára, kom á frjálsri sölu til suður-kóreska félagsins í febrúar 2024. Hann lék 66 leiki fyrir það og skoraði 18 mörk.
„Tími minn í Suður-Kóreu hefur verið ótrúlegur, fótboltinn, andrúmsloftið og ástríðan í kringum félagið hefur verið í fremstu röð," skrifaði Lingard á Instagram en hans síðasti leikur verður gegn Melbourne City í asísku Meistaradeildinni á miðvikudag.
„Ég verð alltaf þakklátur fyrir tækifærið til að spila fyrir svona frábært félag."
Lingard á 232 leiki fyrir Manchester United á ferilskrá sinni en hann hefur ekki gefið út hvaða skref hann tekur næst á ferlinum.
Hann vann engan titil í Suður-Kóreu en hjálpaði FC Seoul að enda í fjórða sæti sem er besta niðurstaða liðsins síðan 2019.
Athugasemdir


