Lionel Messi hefur verið að gera frábæra hluti með Inter Miami í bandarísku MLS deildinni þar sem hann er búinn að leiða liðið alla leið í úrslitaleik úrslitakeppninnar.
Messi er besti leikmaður MLS deildarinnar þrátt fyrir að vera 38 ára gamall. Hann mun eiga 39 ára afmæli þegar heimsmeistaramótið fer fram í Norður-Ameríku á næsta ári.
„Vonandi verð ég með á mótinu, ég myndi elska að taka þátt," segir Messi sem vonast til að lenda ekki í meiðslum eða öðrum hremmingum á næstu mánuðum.
„Í versta falli mun ég horfa á leikina en hvernig sem það fer þá veit ég að þetta verður æðislegt. Það eru allir spenntir fyrir HM og sérstaklega við."
Argentína er ríkjandi heimsmeistari eftir að hafa sigrað gegn Frakklandi eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum í Katar 2022.
Athugasemdir



