Þriðji dýrasti í sögu kólumbísku deildarinnar
AC Milan er að ganga frá kaupum á ungum hægri bakverði sem leikur fyrir Deportivo Independiente Medellín í Kólumbíu.
Sá heitir Juan Arizala og er 20 ára gamall. Milan borgar 3 milljónir evra fyrir bakvörðinn og heldur kólumbíska félagið óuppgefinni prósentu af endursöluvirði leikmannsins.
Með félagaskiptunum verður Arizala þriðji dýrasti leikmaður í sögu kólumbísku deildarinnar, eftir Daniel Munoz og Juan Dinenno. Munoz er í dag mikilvægur hlekkur í sterku liði Crystal Palace.
Það var áhugi á Arizala frá félögum í Belgíu og á Englandi en hann valdi að fara til Milan, sem hefur verið í vandræðum með hægri vængbakvarðarstöðuna sína á tímabilinu.
Fabrizio Romano hefur sett „here we go!" stimpilinn sinn á félagaskiptin.
Athugasemdir


