Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fös 05. desember 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Rodrygo vill fara í ensku úrvalsdeildina
Rodrygo er sagður vilja fara í enska boltann.
Rodrygo er sagður vilja fara í enska boltann.
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarleikmaðurinn Rodrygo hefur ekki náð að skora í 31 leik í röð fyrir Real Madrid. Hann hefur mikið þurft að verma varamannabekkinn enda Vinicius Junior á undan honum í röðinni á vinstri vængnum.

Rodrygo vonast til að vera í stóru hlutverki með Brasilíu á HM á næsta ári og möguleikar á því að hann skipti um félag í janúar. Real Madrid ku vera opið fyrir því að selja hann.

Hann er sagður hafa mikinn áhuga á því að fara í ensku úrvalsdeildina. Arsenal, Liverpool, Manchester City, Manchester United, Chelsea og Tottenham Hotspur eru öll sögð fylgjast með gangi mála.

Það virðist vera þannig að Rodrygo þurfi nýtt upphaf eftir erfiða tíma á Bernabeu. Spænska félagið mun þó klárlega ekki selja hann ódýrt á miðju tímabili því væntanlega þarf að sækja leikmann í hans stað.
Athugasemdir