Góðan og gleðilegan föstudag. Spennandi boltahelgi framundan og í dag verður dregið í riðla fyrir HM 2026. En allir góðir dagar byrja á slúðurpakkanum.
Sádi-arabíska deildin er enn tilbúin að fjármagna kaup á Mohamed Salah (33) ef egypski sóknarleikmaðurinn horfir til þess að yfirgefa Liverpool. (Telegraph)
Tyrkneska stórliðið Galatasaray hyggst reyna að lokka Salah með samningstilboði að verðmæti um 16 milljónir punda á tímabili. (Fichajes)
Real Madrid mun veita Manchester United samkeppni um gríska táninginn Christos Mouzakitis (18), miðjumann Olympiakos. (Sun)
Tottenham gæti gert 40 milljóna punda tilboð í hollenska varnarmanninn Jan Paul van Hecke (25) hjá Brighton. (Teamtalk)
Franski sóknarmaðurinn Jean-Philippe Mateta (28) hefur sagt Crystal Palace að hann vilji skoða möguleika á því að yfirgefa félagið í janúar. (Teamtalk)
Leeds hefur áhuga á mexíkóska framherjanum Santiago Gimenez (24) hjá AC Milan fyrir janúargluggann. (Fichajes)
Úlfarnir munu leyfa spænska miðjumanninum Fer Lopez (21) að yfirgefa félagið í janúar en hann hefur ekki fengið mikinn spiltíma. (Fabrizio Romano)
Brighton fylgist með hollenska miðjumanninum Lamare Bogarde (21) hjá Aston Villa. (Telegraph)
Newcastle hefur áhuga á brasilíska miðjumanninum Allan Elias (21) hjá Palmeiras. (Goal)
Arsenal hefur verið að fylgjast með spænska U21 landsliðsmiðjumanninum Rodrigo Mendoza (20) hjá Elche. (Sky Sports)
Chelsea er að vinna í því að fá miðjumanninn Mohamed Zongo (16), leikmann SF Cascades í Búrkína Fasó. Manchester City og Manchester United hafa líka áhuga á honum. (Mail)
Athugasemdir


