Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 20:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sara Björk komið að fjórum mörkum í síðustu tveimur leikjum
Kvenaboltinn
Mynd: Al Qadsiah
Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum þegar Al-Qadsiah vann Al-Ahli í sádi arabísku deildinni í kvöld.

Liðið lenti undir en staðan var jöfn í hálfleik. Sara Björk kom liðinu í 2-1 eftir rúmlega klukkutíma leik en lokatölur urðu 3-2.

Sara Björk hefur skorað þrjú mörk og lagt upp eitt í síðustu tveimur leikjum en hún skoraði tvennu og lagði upp eitt í 8-1 stórsigri gegn Eastern Flames í síðustu umferð.

Al-Qadsiah er í 3. sæti með 12 stig eftir sjö umferðir. Liðið er níu stigum á eftir toppliði Al-Nassr.

Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Freiburg sem tapaði 3-1 gegn Wolfsburg í þýsku deildinni en Freiburg var með 1-0 forystu í hálfleik. Freiburg er í 5. sæti með 19 stig.
Athugasemdir
banner
banner