Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 11:28
Elvar Geir Magnússon
Scholes segir Amorim vera að eyðileggja Mainoo
Mynd: EPA
Paul Scholes segir að meðhöndlun Rúben Amorim, stjóra Manchester United, á miðjumanninum unga Kobbie Mainoo sé algjört kjaftæði.

Mainoo hefur verið í algjöru aukahltverki hjá United og ekki byrjað einn einasta deildarleik á tímabilinu. Hann hefur aðeins spilað 171 mínútu í deildinni og var ónotaður varamaður í 1-1 jafnteflinu gegn West Ham á Old Trafford.

Amorim sagði á dögunum að hann liti á Mainoo sem einn af möguleikunum í byrjunarliðið. Scholes er pirraður og segir þessi ummæli ekki halda vatni.

„Það er verið að eyðileggja strákinn, hann fær ekki að spila í liði sem getur ekki stýrt fótboltaleikjum. Ég þoli ekki að sjá uppalda leikmenn fara en það er líklega best í stöðunni fyrir hann. Það er nóg komið," skrifaði Scholes á Instagram.
Athugasemdir
banner