Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 14:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Salah hafi verið skjöldur fyrir Van Dijk
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: EPA
Jeremy Cross, fréttamaður The Mirror, segir að einn maður megi vera þakklátur Mohamed Salah fyrir það sem Egyptinn hefur gert á þessu tímabili. Það sé fyrirliðinn Virgil van Dijk.

Salah hefur ekki fundið taktinn á tímabilinu eftir að hafa verið langbesti leikmaður ensku deildarinnar á síðustu leiktíð. Salah hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu.

„Í raun ætti enginn á Anfield að vera þakklátari Salah en fyrirliðinn. Egypski konungurinn hefur reynst Hollendingnum mannlegur skjöldur í þessari hörmulegu titilvörn," skrifar Cross.

Hann bætir svo við:

„Salah á skilið þá gagnrýni sem hann fær því hann hefur virst að mestu leyti áhugalaus frá upphafi tímabilsins. En það sem erfiðleikar Salah ættu ekki að draga athyglina frá er sú óhjákvæmilega staðreynd að Van Dijk hefur verið alveg jafn ömurlegur."

Van Dijk hefur verið talsmaður Liverpool utan vallar í slæmu gengi liðsins og svarað fyrir frammistöðuna. En inn á vellinum hefur hann verið arfaslakur.

„Kannski er of mikil virðing borin fyrir Van Dijk," segir Cross en greinina má lesa í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner