Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   fös 05. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Erfiðir útileikir fyrir Barca og Atlético
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Real Oviedo mætir Mallorca í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans í kvöld. Á morgun eru svo fjórir leikir á dagskrá þar sem stórveldi Barcelona og Atlético Madrid eiga erfiða útileiki.

Villarreal á heimaleik skömmu eftir hádegi áður en Real Sociedad heimsækir Alavés. Orri Steinn Óskarsson er enn fjarverandi vegna meiðsla og verður því ekki með Sociedad.

Barcelona heimsækir Antony og félaga í liði Real Betis í síðdegisleiknum og þurfa Börsungar á sigri að halda í jafnri titilbaráttu gegn Real Madrid, þar sem aðeins eitt stig skilur liðin að. Börsungar eru með forystuna sem stendur eftir að Madrídingar gerðu þrjú jafntefli í röð í nóvember.

Spennandi lið Athletic Bilbao, sem steinlá gegn Real Madrid í miðri viku, tekur á móti sterku liði Atlético Madrid í lokaleik laugardagsins. Atlético tapaði gegn Barcelona í miðri viku.

Valencia spilar við Sevilla á sunnudag áður en Real Madrid fær Celta Vigo í heimsókn. Þar þurfa lærlingar Xabi Alonso á sigri að halda í titilbaráttunni.

Föstudagur
20:00 Real Oviedo - Mallorca

Laugardagur
13:00 Villarreal - Getafe
15:15 Alaves - Real Sociedad
17:30 Real Betis - Barcelona
20:00 Athletic Bilbao - Atletico Madrid

Sunnudagur
13:00 Elche - Girona
15:15 Valencia - Sevilla
17:30 Espanyol - Rayo Vallecano
20:00 Real Madrid - Celta Vigo

Mánudagur
20:00 Osasuna - Levante
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 18 15 1 2 51 20 +31 46
2 Real Madrid 18 13 3 2 36 16 +20 42
3 Atletico Madrid 18 11 4 3 33 16 +17 37
4 Villarreal 16 11 2 3 31 15 +16 35
5 Espanyol 17 10 3 4 22 17 +5 33
6 Betis 17 7 7 3 29 19 +10 28
7 Celta 17 5 8 4 20 19 +1 23
8 Athletic 18 7 2 9 16 24 -8 23
9 Elche 17 5 7 5 23 20 +3 22
10 Sevilla 17 6 2 9 24 26 -2 20
11 Getafe 17 6 2 9 13 22 -9 20
12 Osasuna 17 5 3 9 17 20 -3 18
13 Mallorca 17 4 6 7 19 24 -5 18
14 Alaves 17 5 3 9 14 20 -6 18
15 Vallecano 17 4 6 7 13 20 -7 18
16 Real Sociedad 17 4 5 8 21 25 -4 17
17 Valencia 17 3 7 7 16 26 -10 16
18 Girona 17 3 6 8 15 33 -18 15
19 Oviedo 17 2 5 10 7 26 -19 11
20 Levante 16 2 4 10 17 29 -12 10
Athugasemdir
banner
banner
banner