Simon Tibbling var einn af burðarásum Fram á síðasta tímabili sem endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar. En hann var eini leikmaður félagsins sem rataði í úrvalslið hjá Fótbolta.net
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, lofsöng Tibbling í útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum.
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, lofsöng Tibbling í útvarpsþætti Fótbolta.net á dögunum.
„Það er algjör snilld að við séum með þennan leikmann. Fá erlendan leikmann með þennan feril, sem hann er með. Svo er hann gull af manni, frábær týpa. Hann elskar að spila og búa hérna á Íslandi, fjölskyldunni líður ofboðslega vel.“
Tibbling er með glæsta ferilskrá en hann er uppalinn hjá Djurgården og var seldur þaðan til Groningen í Hollandi þar sem hann vann hollenska bikarinn. Einnig lék hann með Bröndby, þar sem hann varð danskur bikarmeistari.
„Ég ræddi við hann í haust og spurði hvort að hann ætlaði að flytja til Svíþjóðar eftir ferilinn, þá var hann efins með það og var farinn að hugsa um að búa hér áfram. Það rignir ekkert upp í nefið á honum, hann er enginn kóngur. Hann mætir á æfingar og fíflast með strákunum.
Svo bað hann um að þjálfa yngri flokka hjá okkur og er byrjaður í því núna. Hann er bara að hlusta á aðalþjálfara í þriðja- og fjórða flokki og tekur niður punkta. Ótrúlega jarðbundinn náungi,“ sagði Rúnar að lokum.
Athugasemdir


