Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   fös 05. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland um helgina - Þrír toppbaráttuslagir
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: EPA
Þréttanda umferð þýska deildartímabilsins verður leikin um helgina og hefst hún strax í kvöld á áhugaverðri viðureign hjá Mainz gegn Borussia Mönchengladbach.

Mainz vermir botnsæti deildarinnar en Gladbach var í botnsætinu þar til fyrir skömmu þegar liðið vann þrjá leiki í röð og gerði svo jafntefli í síðustu umferð.

Ríkjandi meistarar FC Bayern heimsækja Stuttgart í stórleik helgarinnar sem fer fram á morgun. Bæjarar eru með átta stiga forystu á toppi Bundesliga, tólf stigum á undan Stuttgart sem er í Evrópubaráttu.

Wolfsburg á heimaleik við Union Berlin á meðan Bayer Leverkusen, sem hefur verið á góðu skriði undir stjórn Kasper Hjulmand, heimsækir Augsburg.

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í liði Köln eiga svo heimaleik við St. Pauli og þurfa á sigri að halda eftir slakt gengi síðustu vikna.

RB Leipzig mætir Eintracht Frankfurt í síðasta leik laugardagsins. Þar má búast við mikilli spennu en það eru fimm stig sem skilja liðin að í efri hluta deildarinnar.

Að lokum eiga Hamburger SV og Borussia Dortmund heimaleiki á sunnudaginn. Dortmund fær Hoffenheim í heimsókn í enn einum stórleik helgarinnar, þar sem tvö stig skilja liðin að í toppbaráttunni.

Föstudagur
19:30 Mainz - Borussia M'Gladbach

Laugardagur
14:30 Wolfsburg - Union Berlin
14:30 Stuttgart - Bayern
14:30 Heidenheim - Freiburg
14:30 Augsburg - Leverkusen
14:30 Köln - St. Pauli
17:30 RB Leipzig - Eintracht Frankfurt

Sunnudagur
14:30 Hamburger - Werder Bremen
16:30 Dortmund - Hoffenheim
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner