Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Udogie: Þetta var sjokk
Udogie.
Udogie.
Mynd: EPA
Destiny Udogie, bakvörður Tottenham, hefur tjáð sig um það þegar honum var hótað með byssu í september síðastliðnum.

Tottenham sendi frá sér yfirlýsingu í síðasta mánuði eftir að atvikið komst í fréttir. Þar sagði að Udogie hefði verið hótað að af umboðsmanni.

Udogie er 22 ára og segir talsmaður Tottenham að Destiny og fjölskylda hans hafi fengið allan stuðning félagsins síðan atvikið átti sér stað.

„Þetta er eitthvað sem ég óska þess að enginn lendi í. Þetta var sjokk en nú lítum við bara fram veginn," sagði Udogie sem er mjög þakklátur fyrir stuðninginn frá Tottenham.

„Félagið hefur sýnt mér góðan stuðning og stóð á bak við mig á hverjum degi."
Athugasemdir
banner
banner
banner