Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. janúar 2022 14:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Heimir einn besti þjálfari sem ég kynnst á ferlinum"
,,Ef það hefði verið eitt svar þá hefðum við pottþétt náð að breyta hlutunum strax''
Heimir Guðjóns og Túfa á hliðarlínunni.
Heimir Guðjóns og Túfa á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic er tekinn við sem þjálfari Öster í Svíþjóð. Hann var aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar tímabilin 2020 og 2021 og framlengdi samning sinn í haust.

Túfa var til viðtals í vikunni og var spurður út í Val.

„Þetta kom svolítið óvænt upp [með Öster], eftir tímabilið með Val var ekkert í myndinni að fara frá Val. Ég vildi taka eitt tímabil í viðbót og enda þetta betur en við gerðum í sumar, kannski eins og við gerðum tímabilið 2020. Það er rosalega erfitt að segja nei þegar svona tilboð kemur, sérstaklega fyrir metnaðarfullan mann eins og mig sem hefur dreymt um þetta lengi. Ég var mjög þakklátur Heimi, Berki og Val sem sýndu þessu mikinn skilning og stuðning þegar ég stökk á þetta tækifæri," sagði Túfa.

Finnst þér þú vera orðinn betri þjálfari eftir þessi ár hjá Val?

„Pottþétt, alveg pottþétt. Maður þarf alltaf að stefna á að bæta sig. Að vinna með Heimi Guðjóns, sem er að mínu mati einn besti þjálfari sem ég hef kynnst á mínum fótboltaferli. Ég er búinn að læra helling af honum. Það var heiður að starfa hjá Val og ég tel mig vera á mjög góðum stað í dag eftir að hafa verið þjálfari hjá Val."

Hvað fannst þér, sem aðstoðarþjálfari Vals, klikka hjá liðinu síðasta sumar? Valur varð meistari 2020 en endaði í fimmta sæti síðasta sumar.

„Þetta er spurning sem ég held að hafi komið upp 100 sinnum daglega. Við fundum ekki lausnir undir lok tímabilsins til að snúa við því gengi sem var mjög svekkjandi, sérstaklega eftir geggjað ár 2020 þar sem liðið vinnur mótið með miklum yfirburðum og margir leikmenn náðu að njóta sín og fara lengra með sinn feril - sumir fóru erlendis."

„Núna í sumar kemur staða sem ég er ekki búinn að upplifa sjálfur, hvorki sem leikmaður né þjálfari, að svona reynslumikið lið með reynslumikinn þjálfara nær ekki að stoppa niðursveifluna. Núna eftir tímabilið finnuru að sjálfsögðu fullt af svörum, það er ekki eitt ákveðið svar sem getur bjargað þessu. Ef það hefði verið eitt svar þá hefðum við pottþétt náð að breyta hlutunum strax."

„Ég hef mikla trú á Valsliðinu, bæði leikmönnum, þjálfara og stjórninni ásamt Berki. Í öllum stórum félögum kemur svona niðursveifla og við sem fylgjumst með fótbolta þekkjum þetta allir. Ég hef mikla trú á að Valur snúi gengingu við og endi með titilinn árið 2022,"
sagði Túfa.

Annað úr viðtalinu:
„Hlakka til að þjálfa hann og býst við miklu af honum"
Túfa: Minn draumur var alltaf að komast erlendis að þjálfa
Túfa: Minn draumur var alltaf að komast erlendis að þjálfa
Athugasemdir
banner
banner
banner