Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
banner
   lau 24. janúar 2026 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gustav Kjeldsen í viðræðum við Stjörnuna
Í leik á Samungvellinum á síðasta tímabili.
Í leik á Samungvellinum á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, rætt við Gustav Kjeldsen um möguleikann á því að fá hann til félagsins.

Gustav er 26 ára örvfættur miðvörður sem gekk í raðir Vestra fyrir tímabilið 2023. Hann var lykilmaður í liði Vestra sem fór upp úr Lengjudeildinni 2023, meiddist illa fyrir tímabilið 2024 en náði að koma til baka og hjálpa liðinu seinni hluta móts.

Hann lék svo áfram stórt hlutverk á síðasta tímabili þegar Vestri varð bikarmeistari en náði ekki að halda sæti sínu í deildinni.

Hávaxni Daninn var einnig á blaði hjá Val og félög í dönsku B-deildinni hafa sýnt honum áhuga.

Hann er uppalinn hjá Midtjylland og Randers, á að baki yfir 70 leiki í næstefstu deild Danmerkur, en kom til Íslands eftir að hafa leikið með HB í Færeyjum tímabilið 2022.

Stjarnan, sem endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar í fyrra, ætlar sér að fá inn miðvörð í hópinn fyrir komandi átök í deild, bikar og forkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Miðað við tímabilið sem við erum að horfa á, þá myndum við vilja vera með fjóra hafsenta. Við erum með þrjá sterka hafsenta sem við erum mjög ánægðir með. Sindri og Gummi eru með mikla reynslu, Siggi (Sigurður Gunnar Jónsson) hefur komið vel inn. Hann er reynsluminni en hefur nánast alltaf 'deliverað' rosalega þegar hann spilar. Miðað við það álag sem við viljum hafa, þá myndum við vilja vera við öllu búnir og með því að vera með fjóra hafsenta," sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net fyrir um mánuði síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner