Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. janúar 2022 10:27
Elvar Geir Magnússon
Phelan á að hreinsa andrúmsloftið í klefa Man Utd
Phelan á að þjappa hópnum saman.
Phelan á að þjappa hópnum saman.
Mynd: Getty Images
Mike Phelan hefur fengið nýtt hlutverk hjá Ralf Rangnick, stjóra Manchester United. Hann á að vinna í að hreinsa andrúmsloftið í klefanum hjá United.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því á þriðjudag að ástandið innan leikmannahópsins væri slæmt og allt að ellefu leikmenn vildu yfirgefa félagið.

Rangnick hefur áhyggjur af líkamstjáningu leikmanna. Hann fékk til sín íþróttasálfræðinginn Sascha Lense til að reyna að laga móralinn en það gekk ekki upp.

United hefur unnið þrjá af sex leikjum undir Rangnick en þýski bráðabirgðastjórinn hefur ekki náð að koma sínum hugmyndum og áherslum inn í liðið.

Daily Star segir að Rangnick hafi nú beðið Phelan, sem var einnig í þjálfarateymi United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, um að ræða við hópinn, bæði sem heild og einnig með einstaklingssamtökum.

Phelan var á sínum tíma aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson og er með sterkt samband við lykilmenn í liðinu. Hann á nú að reyna að þjappa hópnum saman.
Athugasemdir
banner
banner