Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Fallbaráttuslagur í London
Mynd: EPA
West Ham United spilar við Nottingham Forest í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og er mikið í húfi fyrir bæði lið.

West Ham situr í fallsæti, fjórum stigum á eftir Nottingham Forest í öruggu sæti. Þetta er því gríðarlega mikilvægur slagur í fallbaráttunni.

Nuno Espírito Santo, þjálfari West Ham, virðist hafa meiri nauðsyn á því að sigra heldur en kollegi sinn á hinni hliðarlínunni. Það er heitt undir Nuno og segja enskir fjölmiðlar að hann gæti verið rekinn ef Hömrunum tekst ekki að skila góðri frammistöðu gegn Forest.

Liðin eigast við í fyrsta leik 21. umferðar úrvalsdeildartímabilsins og fara flestir aðrir leikir umferðarinnar fram annað kvöld.

Leikur kvöldsins
20:00 West Ham - Nottingham Forest
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner