Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 12:06
Elvar Geir Magnússon
Mbappe ekki með til Sádi-Arabíu
Mynd: EPA
Real Madrid mun á fimmtudag leika til undanúrslita í spænska Ofurbikarnum þegar liðið mætir Atletico Madrid. Sigurliðið mætir sigurvegaranum úr leik Barcelona og Athletic Bilbao í úrslitaleik keppninnar á sunnudag.

Keppnin er spiluð í Sádi-Arabíu en ljóst er að Kylian Mbappe, einn besti leikmaður heims, ferðast ekki út með samherjum sínum. Hann verður eftir í Madríd að vinna í meiðslunum.

Franski sóknarleikmaðurinn meiddist á hné á æfingu í síðustu viku og mun ekki snúa aftur fyrr en í næstu viku hið fyrsta.

Mbappe hefur komið að yfir helmingi marka Real Madrid á þessu tímabili. Hann hefur verið að glíma við óþægindi í hné síðan snemma í desember og meiðslin urðu svo verri á æfingu þann 30. desember.

Xabi Alonso, stjóri Real Madrid, segir að ekki sé víst hvenær Mbappe muni snúa til baka. Diario AS segir að Real Madrid taki enga áhættu með leikmanninn.

Hinn 21 árs gamli Gonzalo Garcia hefur nýtt tækifærið í fjarveru Mbappe og skoraði þrennu gegn Real Betis um liðna helgi.
Athugasemdir
banner