Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
   mið 31. desember 2025 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbappe frá næstu vikurnar vegna hnémeiðsla
Mynd: EPA
Real Madrid verður án Kylian Mbappe þegar spænska deildin fer aftur af stað eftir jólafrí eftir áramót.

Mbappe meiddist á æfingu en franski miðillinn L'Equipe greinir frá því að Mbappe verði fjarverandi í þrjár vikur í það minnsta.

Liðbönd í hné Mbappe eru skemmd og hann gæti verið lengur frá en það fer eftir því hvernig hann bregst við meðferðinni.

Mbappe missir m.a. af undanúrslitaleik Real gegn Atletico í spænska Ofurbikarnum 8. janúar. Spænska deildin hefst aftur þann 4. janúar þegar liðið fær Real Betis í heimsókn.
Athugasemdir
banner