Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   sun 04. janúar 2026 17:49
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: García nýtti tækifærið með þrennu
Sevilla steinlá gegn botnliðinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Framherjinn ungi Gonzalo García fékk tækifæri í byrjunarliði Real Madrid í dag þar sem Kylian Mbappé er meiddur.

Stuðningsmenn og fjölmiðlar spurðu sig hvernig lærlingum Xabi Alonso myndi ganga í markaskorun án Mbappé, sem hefur verið burðarstólpur liðsins á fyrri hluta tímabils með markaskorun sinni.

Lærlingarnir svöruðu með fimm mörkum þar sem García gerði sér lítið fyrir og setti þrennu í stórsigri gegn Real Betis í La Liga.

Rodrygo og Federico Valverde áttu tvær stoðsendingar á haus í sigrinum og þá komust Fran García og Raúl Asencio á blað. Real Madrid er aftur komið fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona. Betis er áfram í sjötta sæti, með 28 stig eftir 18 umferðir.

Fyrr í dag átti Sevilla heimaleik við botnlið Levante og lentu heimamenn undir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Fyrri hálfleikurinn var jafn og var Sevilla talsvert sterkara liðið í síðari hálfleik, en átti í erfiðleikum með að skapa sér góð færi. Liðið komst í mörg hálffæri og klúðraði vítaspyrnu, en gestirnir frá Levante nýttu sín færi til hins ítrasta og skópu að lokum óvæntan þriggja marka sigur.

Levante klifrar af botninum með þessum sigri og er í næstneðsta sæti með 13 stig eftir 17 umferðir - þremur stigum frá öruggu sæti í La Liga. Sevilla er í neðri hlutanum með 18 stig.

Real Madrid 5 - 1 Betis
1-0 Gonzalo Garcia ('20 )
2-0 Gonzalo Garcia ('50 )
3-0 Raul Asencio ('56 )
3-1 Cucho Hernandez ('66 )
4-1 Gonzalo Garcia ('82 )
5-1 Francisco Garcia ('93 )

Sevilla 0 - 3 Levante
0-1 Iker Losada ('45 )
0-2 Carlos Espi ('77 )
0-3 Carlos Alvarez ('94 )
0-3 Isaac Romero Bernal ('92, Misnotað víti)
Athugasemdir
banner
banner