Mosfellingurinn efnilegi Róbert Agnar Daðason er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Aftureldingu.
Þetta er mikið fagnaðarefni fyrir félagið enda hefur Róbert Agnar verið einstaklega öflugur upp yngri flokka Aftureldingar.
Róbert er fæddur 2009 og kom við sögu í einum leik í Bestu deildinni í fyrra, aðeins 16 ára gamall.
Hann á eitt mark í fjórum leikjum með U17 landsliði Íslands og verður spennandi að fylgjast með þróun hans á komandi misserum.
Hann mun eflaust koma meira við sögu í Lengjudeildinni heldur en hann gerði í Bestu. Hann hefur verið í eldlínunni í fyrstu æfingaleikjum Adftureldingar fyrir næsta tímabil og fær líklegast stóraukinn spiltíma næsta sumar.
„Afturelding fagnar því að Róbert hafi framlengt samning sinn og spennandi verður að sjá hann taka áframhaldandi framförum í Mosfellsbæ næstu árin," segir meðal annars í tilkynningu frá Aftureldingu.
Athugasemdir



