Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   mið 06. febrúar 2019 18:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Björn Daníel: Ætlaði ekki að verða fótboltamaður
Björn Daníel Sverrisson er mættur í FH á nýjan leik.
Björn Daníel Sverrisson er mættur í FH á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég var alltaf í handbolta og fótbolta. Þannig séð ætlaði ég ekki að verða fótboltamaður," sagði Björn Daníel Sverrisson, miðjumaður FH, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu um síðustu helgi.

Björn Daníel þótti mjög efnilegur handboltamaður en hann spilaði í vinstri horni og á miðju. Litlu munaði að hann einbeitti sér að handboltanum frekar en fótbolta.

„Ég hætti í fótbolta einn vetur þegar ég var 15-16 ára og ætlaði að verða handboltamaður. Síðan byrjaði ég fótbolta aftur og fannst það ógeðslega gaman svo ég hætti í handbolta," sagði Björn í viðtalinu á X-inu.

Björn Daníel spilaði sitt fyrsta tímabil með meistaraflokki FH í fótbolta árið 2008, þá 19 ára gamall. Hann fór út í atvinnumennsku til Viking í Noregi árið 2013 en leið hans þangað var ekki auðveld. Björn fór meðal annars í agabann hjá FH árið 2010.

„Það kom tímabil þar sem ég var ungur og vitlaus en ég dílaði við það. Ég var ekki að hugsa um að verða tavinnumaður þegar ég var 20 eða 21 árs. 2012 hugsaði ég að ég væri að fara á síðasta séns og yrði að gera eitthvað. Það gekk vel 2012 en kom ekkert út úr því."

„Ári síðar hugsaði ég að það væri allra síðasti séns til að komast út og gera eitthvað sem fótboltamaður. Sem betur fer spilaði ég vel og fékk samning hjá mjög stórum klúbbi í Noregi. Það var æðislegt."


Björn Daníel setti harpixið ekki alveg á hilluna í yngri flokkunum því árið 2013 spilaði hann leik með ÍH í 1. deildinni, skömmu eftir að hafa skrifað undir hjá Viking. Smelltu hér til að horfa á viðtal við Björn Daníel eftir þann leik.

Björn Daníel spilaði með Viking í Noregi sem og Vejle og AGF í Danmörku áður en hann gekk aftur til liðs við uppeldisfélag sitt FH á dögunum.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið á X-inu í heild sinni - Einnig er hægt að hlusta í gegnum Podcast forrit.
Athugasemdir
banner