Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   lau 06. mars 2021 21:33
Victor Pálsson
Ítalía: Ronaldo byrjaði á bekknum í sigri á Lazio
Juventus 3 - 1 Lazio
0-1 Joaquin Correa('14)
1-1 Adrian Rabiot('39)
2-1 Alvaro Morata('57)
3-1 Alvaro Morata('60, víti)

Meistarar Juventus komu vel til baka í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið spilaði við Lazio á heimavelli sínum, Allianz Stadium.

Juventus byrjaði ansi illa en eftir 14 mínútur var staðan orðin 1-0 fyrir Lazio. Joaquin Correa sá um að koma boltanum í netið.

Cristiano Ronaldo byrjaði leikinn á varamannabekk Juventus sem tókst að jafna metin á 39. mínútu með marki Adrian Rabiot.

Alvaro Morata var í fremstu víglínu hjá Juventus og skoraði hann svo tvö mörk í seinni hálfleik til að tryggja sigur.

Fyrra mark Morata kom á 57. mínútu og það seinna þremur mínútum síðar af vítapunktinum.

Sigurinn er stór fyrir Juve sem er nú í þriðja sæti deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Inter Milan.

Þess má geta að Ronaldo kom við sögu þegar 20 mínútur lifðu leiks.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
2 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
3 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
4 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
5 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
11 Sassuolo 16 6 3 7 21 20 +1 21
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner