Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. maí 2022 14:00
Aksentije Milisic
„Mourinho er orðinn einn af okkur” - Sjáðu klikkaða stemningu í Róm
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Roma.
Stuðningsmenn Roma.
Mynd: EPA
Tammy hefur verið sjóðandi heitur.
Tammy hefur verið sjóðandi heitur.
Mynd: EPA

Það voru 63.940 þúsund manns mætt á Stadio Olimpico í gær til að sjá Roma taka á móti Leicester í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar.


Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á King Power vellinum í Leicester en í gær var það Englendingurinn Tammy Abraham sem skoraði eina mark leiksins og skaut Rómverjum í úrslitaleikinn sem verður í Tirana í Albaníu seinna í mánuðinum.

Tammy hefur átt magnað fyrsta tímabil með Roma en hann er fyrsti Englendingurinn sem skorar 25 mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð í einu af fimm stærstu deildum Evrópu.

Stemningin á leikjum Roma að undanförnu hefur verið hreint út sagt mögnuð en uppselt hefur verið á nokkra leiki í röð en það hafði ekki gerst lengi hjá félaginu. Jose Mourinho, stjóri Roma, tók við Roma fyrir tímabilið en honum hefur tekist að skapa magnað andrúmsloft í kringum liðið og fá alla stuðningsmennina og borgina með sér.

Mourinho, sem hefur unnið 25 titla á sínum ferli, þar á meðal Meistaradeildina tvisvar, Evrópudeildina, deildartitla í Portúgal, England, Spáni og Ítalíu og fleira, brast í grát í gær þegar flautað var til leiksloka. Ekki stærsti úrslitaleikurinn sem Portúgalinn er á leiðinni í á sínum ferli en þetta sýnir hversu mikill sigurvegari Jose er.

„Auðvitað er þetta tilfinningaþrungið kvöld. Þegar þú vinnur og býrð í Róm þá veistu að Roma er alvöru félagið í þessari borg. Ég vissi það frá deginum sem ég skrifaði undir, ég veit að þetta er risastórt félag. Við erum með fínt lið sem tókst að sigra andstæðing úr ensku úrvalsdeildinni. Fyrir okkur er þetta Meistaradeildin," sagði Mourinho eftir leikinn í gær.

Stuðningsmenn Roma eru byrjaðir að elska Mourinho en liðið hóf tímabilið af krafti í Serie A. Í kringum áramót fór að halla undan fæti en síðustu vikur og mánuðir hafa miklar bætingar sést á liðinu en það var taplaust lengi vel áður en Inter lagði liðið að velli fyrir um tveimur vikum. Nú er liðið í fimmta sæti Serie A deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og er komið í úrslitaleikinn í Sambandsdeildinni.

Roma hefur ekki unnið neinn titil síðan árið 2008 en þá vann félagið ítalska bikarinn. Síðast þegar liðið fór í úrslitaleik í Evrópukeppni var árið 1991 og nú 31 ári seinna hefur það tekist aftur. Mourinho er fyrsti stjórinn í sögunni sem fer í úrslitaleik í Meistaradeildinni, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.

Stuðningsmenn Roma voru duglegir á Twitter í gær en hér að neðan má sjá nokkur ummæli hjá þeim. Þá fylgir einnig magnað myndband af vellinum í gær en þar var stemningin gjörsamlega klikkuð. Myndbandið fyrir neðan talar sínu máli.

„Mourinho grét í leikslok. Þú getur séð hvað þetta þýðir fyrir hann. Það er ára yfir þessu félagið sem lætur þig falla fyrir því. Mourinho er orðinn einn af okkur,” skrifar einn stuðningsmaður á Twitter.

„Mourinho mun gera allt til þess að ná árangri fyrir þetta félag og þessa borg. Þetta eru skilaboð til heimsins að hann er ennþá sá sérstaki,” skrifar annar.

„Við erum komnir í úrslitaleik eftir níu ár og í úrslitaleik í Evrópu eftir meira en þrjátíu ár. Allt þetta með takmarkaðan hóp og miðju sem er varla til staðar. Gefið Mourinho það sem hann þarf og hann mun skila árangri.”






Athugasemdir
banner
banner
banner