Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 06. júní 2021 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Samkvæmt tölfræðinni eigum við stig inni
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigur liðsins á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld en liðið kom til baka eftir að hafa lent undir.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Stjarnan

Fylkir, sem hefur ekki enn unnið leik í sumar, komst yfir á 15. mínútu en Stjarnan hafði spilað fínan bolta í leiknum og kom það því ekki á óvart er liðið jafnaði á 38. mínútu.

Stjarnan var nálægt því að komast yfir áður en hálfleikurinn var úti en Betsy Doon Hassett sá til þess að Stjarnan tæki öll þrjú stigin með marki á 54. mínútu.

„Mér fannst hann skemmtilegur þannig séð. Það var töluvert af færum og mörg sláarskot en í fyrri hálfleik fannst mér við spila á köflum mjög vel, góðan fótbolta og þorðum að spila og sækja en eins og svo oft áður þá fáum við á okkur fyrsta markið en ég sá það á liðinu að það breytti ekki miklu nema það að þær stigu meira upp," sagði Kristján við Fótbolta.net.

Málfríður Erna Sigurðardóttir spilaði fyrsta deildarleikinn með Stjörnunni í kvöld og styrktist vörnin gríðarlega við það en hún gekk til liðs við Stjörnuna í september á síðasta ári.

„Hún var ekkert með okkur í vetur. Það stóð ekkert endilega til að hún myndi spila en nú hafa verið meiðsli á þremur varnarmönnum þannig við kölluðum á hana að aðstoða okkur í þessari hörku sem við stöndum í núna og hún svaraði kallinu."

„Ég er sáttur við varnarleikinn í öftustu línunni. Það opnaðist aðeins fyrir framan þær seinasta korterið og þær stóðust það álag en ég vildi að miðjan myndi loka betur fyrir þær."


Stjarnan er í sjötta sæti með sjö stig eftir fyrstu sex leikina en Kristján segir að liðið eigi töluvert inni og að spilamennskan hafi sýnt það í sumar.

„Samkvæmt tölfræðinni eigum við stig inni. Ég get alveg verið sammála því. Við höfum verið að spila marga leiki mjög vel, þessi leikur spilaður á köflum rosalega vel. Við höfum þurft að hafa fyrir hlutunum í sumar en ég á von á því að við höldum áfram á sömu braut," sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner