Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   sun 06. júní 2021 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Kristján Guðmunds: Samkvæmt tölfræðinni eigum við stig inni
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson
Kristján Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigur liðsins á Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld en liðið kom til baka eftir að hafa lent undir.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  2 Stjarnan

Fylkir, sem hefur ekki enn unnið leik í sumar, komst yfir á 15. mínútu en Stjarnan hafði spilað fínan bolta í leiknum og kom það því ekki á óvart er liðið jafnaði á 38. mínútu.

Stjarnan var nálægt því að komast yfir áður en hálfleikurinn var úti en Betsy Doon Hassett sá til þess að Stjarnan tæki öll þrjú stigin með marki á 54. mínútu.

„Mér fannst hann skemmtilegur þannig séð. Það var töluvert af færum og mörg sláarskot en í fyrri hálfleik fannst mér við spila á köflum mjög vel, góðan fótbolta og þorðum að spila og sækja en eins og svo oft áður þá fáum við á okkur fyrsta markið en ég sá það á liðinu að það breytti ekki miklu nema það að þær stigu meira upp," sagði Kristján við Fótbolta.net.

Málfríður Erna Sigurðardóttir spilaði fyrsta deildarleikinn með Stjörnunni í kvöld og styrktist vörnin gríðarlega við það en hún gekk til liðs við Stjörnuna í september á síðasta ári.

„Hún var ekkert með okkur í vetur. Það stóð ekkert endilega til að hún myndi spila en nú hafa verið meiðsli á þremur varnarmönnum þannig við kölluðum á hana að aðstoða okkur í þessari hörku sem við stöndum í núna og hún svaraði kallinu."

„Ég er sáttur við varnarleikinn í öftustu línunni. Það opnaðist aðeins fyrir framan þær seinasta korterið og þær stóðust það álag en ég vildi að miðjan myndi loka betur fyrir þær."


Stjarnan er í sjötta sæti með sjö stig eftir fyrstu sex leikina en Kristján segir að liðið eigi töluvert inni og að spilamennskan hafi sýnt það í sumar.

„Samkvæmt tölfræðinni eigum við stig inni. Ég get alveg verið sammála því. Við höfum verið að spila marga leiki mjög vel, þessi leikur spilaður á köflum rosalega vel. Við höfum þurft að hafa fyrir hlutunum í sumar en ég á von á því að við höldum áfram á sömu braut," sagði hann ennfremur en hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner