Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 06. júní 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Jonathan Glenn: Vorum í vandræðum með síðustu sendinguna eða lokaskotið
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavíkurkonur tóku á móti Eyjakonum í kvöld á HS Orkuvellinum í Keflavík þegar flautað var til leiks í 7.umferð Bestu deild kvenna. 

Bæði lið hafa sigið niður í neðri hluta töflunnar og mátti því búast við miklum baráttuleik milli liðana. 


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 ÍBV

„Ég held að við gerðum meira en nóg til að sækja þrjú stig hér í dag. Við stýrðum leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar en við vorum í vandræðum með síðustu sendinguna eða loka skotið til að sækja markið en mér fannst við heilt yfir stýra leiknum og náðum að halda hreinu." Sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. 

„Ég held að eftir síðasta leik þá var leikurinn í dag stór þáttur í að komast aftur á rétt skrið og halda hreinu og mér fannst við gera það og er mjög ánægður með það en eins og ég sagði þá fannst mér við gera meira en nóg í þeim skilningi að stýra jafnvæginu í leiknum og sækja þrjú stig svo ég er smá svekktur með það." 

Jonathan Glenn var umdeilanlega látinn fara eftir síðasta tímabil frá ÍBV og var að mæta þeim í fyrsta skipti í kvöld frá því að hafa stýrt þeim á síðasta tímabili en vildi þó ekki meina að hann hafi haft meiri hvatningu fyrir þennan leik frekar en annan.

„Nei ég held að það sem gerðist var mjög óheppilegt en í dag þá undirbjuggum við okkur alveg eins og fyrir alla aðra leiki. Við vildum mæta þeim og vinna bara eins og með alla aðra leiki."

Nánar rætt við Jonathan Glenn í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner