Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   þri 06. júní 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Jonathan Glenn: Vorum í vandræðum með síðustu sendinguna eða lokaskotið
Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavíkurkonur tóku á móti Eyjakonum í kvöld á HS Orkuvellinum í Keflavík þegar flautað var til leiks í 7.umferð Bestu deild kvenna. 

Bæði lið hafa sigið niður í neðri hluta töflunnar og mátti því búast við miklum baráttuleik milli liðana. 


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 ÍBV

„Ég held að við gerðum meira en nóg til að sækja þrjú stig hér í dag. Við stýrðum leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar en við vorum í vandræðum með síðustu sendinguna eða loka skotið til að sækja markið en mér fannst við heilt yfir stýra leiknum og náðum að halda hreinu." Sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. 

„Ég held að eftir síðasta leik þá var leikurinn í dag stór þáttur í að komast aftur á rétt skrið og halda hreinu og mér fannst við gera það og er mjög ánægður með það en eins og ég sagði þá fannst mér við gera meira en nóg í þeim skilningi að stýra jafnvæginu í leiknum og sækja þrjú stig svo ég er smá svekktur með það." 

Jonathan Glenn var umdeilanlega látinn fara eftir síðasta tímabil frá ÍBV og var að mæta þeim í fyrsta skipti í kvöld frá því að hafa stýrt þeim á síðasta tímabili en vildi þó ekki meina að hann hafi haft meiri hvatningu fyrir þennan leik frekar en annan.

„Nei ég held að það sem gerðist var mjög óheppilegt en í dag þá undirbjuggum við okkur alveg eins og fyrir alla aðra leiki. Við vildum mæta þeim og vinna bara eins og með alla aðra leiki."

Nánar rætt við Jonathan Glenn í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner