Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 06. júní 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Jonathan Glenn: Vorum í vandræðum með síðustu sendinguna eða lokaskotið
Kvenaboltinn
Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Jonathan Glenn og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavíkurkonur tóku á móti Eyjakonum í kvöld á HS Orkuvellinum í Keflavík þegar flautað var til leiks í 7.umferð Bestu deild kvenna. 

Bæði lið hafa sigið niður í neðri hluta töflunnar og mátti því búast við miklum baráttuleik milli liðana. 


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 ÍBV

„Ég held að við gerðum meira en nóg til að sækja þrjú stig hér í dag. Við stýrðum leiknum fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar en við vorum í vandræðum með síðustu sendinguna eða loka skotið til að sækja markið en mér fannst við heilt yfir stýra leiknum og náðum að halda hreinu." Sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur eftir leikinn. 

„Ég held að eftir síðasta leik þá var leikurinn í dag stór þáttur í að komast aftur á rétt skrið og halda hreinu og mér fannst við gera það og er mjög ánægður með það en eins og ég sagði þá fannst mér við gera meira en nóg í þeim skilningi að stýra jafnvæginu í leiknum og sækja þrjú stig svo ég er smá svekktur með það." 

Jonathan Glenn var umdeilanlega látinn fara eftir síðasta tímabil frá ÍBV og var að mæta þeim í fyrsta skipti í kvöld frá því að hafa stýrt þeim á síðasta tímabili en vildi þó ekki meina að hann hafi haft meiri hvatningu fyrir þennan leik frekar en annan.

„Nei ég held að það sem gerðist var mjög óheppilegt en í dag þá undirbjuggum við okkur alveg eins og fyrir alla aðra leiki. Við vildum mæta þeim og vinna bara eins og með alla aðra leiki."

Nánar rætt við Jonathan Glenn í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner