Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 06. júní 2024 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frábær vika hjá Guðrúnu „Messi" fullkomnuð
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðrún Arnardóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, átti heldur betur frábæra viku en sú vika var fullkomnuð í dag þegar hún var valin leikmaður mánaðarins í sænsku úrvalsdeildinni.

Rosengård, liðið sem Guðrún spilar fyrir, hefur byrjað frábærlega í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með fullt hús stiga eftir átta leiki í deildinni.

Liðið hefur bara fengið á sig tvö mörk í fyrstu átta leikjunum og þar spilar Guðrún stórt hlutverk. Rosengård fékk aðeins á sig eitt mark í fimm leikjum í maí.

Hlín Eiríksdóttir, sem skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar fyrir Kristianstad í maí, kom einnig til greina í þessu vali.

Guðrún átti frábæran leik með Íslandi gegn Austurríki síðasta þriðjudag og var henni líkt við Lionel Messi af liðsfélögum sínum eftir leikinn. Hún gerði frábærlega í fyrra marki Íslandi og sýndi óvænta sóknartakta.

„Markið sem við skoruðum, ég veit ekki hvað kom fyr­ir Guðrúnu, hún var allt í einu Messi," sagði Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, við Morgunblaðið eftir leikinn og var vel hægt að taka undir það.

Guðrún, sem er 28 ára, hefur spilað 39 A-landsleiki og skorað í þeim eitt mark.


Athugasemdir
banner
banner
banner