Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 09:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðrún skar sig úr í þjóðsöngnum - „Hann þurfti meira á jakkanum að halda en ég"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það vakti athygli þegar þjóðsöngvar Íslands og Austurríkis voru spilaðir að allir leikmenn íslenska liðsins voru í upphitunarpeysum yfir landsliðsbúningnum. Allir nema Guðrún Arnardóttir.

Henni var umhugað um lukkustrákinn sem leiddi hana út á völlinn.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Austurríki

„Ég var að leiða strák inn á sem var ekki í neinni peysu, þannig ég henti yfir hann jakkanum. Hann var allur titrandi, það var svo kalt. Ég vorkenndi honum smá og gaf honum jakkann, ég var í innanundibol þannig hann þurfti meira á honum að halda en ég."

„Það var helvíti kalt, hélt að það myndi lægja aðeins með kvöldinu en það gerði það ekki. Við sem lið gerðum vel úr aðstæðunum fannst mér,"
sagði Guðrún í viðtalinu sem nálgast má hér fyrir neðan.
Óvæntasti sprettur kvöldsins - „Hann hafði greinilega enga trú á mér"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner