Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 06. júní 2024 13:39
Elvar Geir Magnússon
Wembley
Sjáðu frábært mark Rooney gegn Íslandi fyrir tuttugu árum
Icelandair
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Annað kvöld mætast England og Ísland í vináttulandsleik hér á Wembley. England er að búa sig undir Evrópumótið í Þýskalandi.

Fyrir 20 árum mættust liðin einnig í vináttulandsleik áður en Englendingar léku á Evrópumótinu. Þá var leikið á heimavelli Manchester City.

Þessi leikur fyrir 20 árum var nokkuð sérstakur því íslensku leikmennirnir máttu ekki tækla þá ensku þar sem þeir óttuðust um að meiðast. Ekki er vitað til þess að eitthvað þannig sé uppi á teningnum núna!

Leikurinn var hluti af undirbúningi England fyrir EM 2004, þar sem liðið féll svo úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Portúgal.

Lið Englands var gríðarlega sterkt á þessum tíma, en þegar á stórmótin var komið þá gengu hlutirnir ekki upp. Í liðinu voru leikmenn eins og David Beckham, Frank Lampard, Paul Scholes, Steven Gerrard og Wayne Rooney. Bara svo einhverjir séu nefndir.

Leikurinn fór 6-1. Hér að neðan má sjá geggjað mark Rooney í leiknum og svipmyndir úr leiknum. Heiðar Helguson skoraði mark Íslands.



Athugasemdir
banner