PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   lau 06. júlí 2024 09:45
Elvar Geir Magnússon
„Ef Frakkland væri að spila í garðinum myndi ég draga gluggatjöldin fyrir“
Frakkar eru komnir í undanúrslit EM.
Frakkar eru komnir í undanúrslit EM.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Chris Sutton.
Chris Sutton.
Mynd: Getty Images
Franska landsliðið er komið í undanúrslit Evrópumótsins og því hefur liðinu tekist án þess að skora mark úr opnum leik. Frammistaða liðsins hefur verið harðlega gagnrýnt og skemmtanagildið verið lítið.

„Ef Frakkland væri að spila í garðinum heima hjá mér myndi ég draga gluggatjöldin fyrir," segir Chris Sutton sparkspekingur BBC.

Stórstjarnan Kylian Mbappe hefur engan veginn náð sér á strik og gríman sem hann hefur þurft að bera síðan hann nefbrotnaði í fyrstu umferð er að trufla hann.

Ekkert lið hefur náð eins langt í sögu mótsins án þess að skora mark úr opnum leik.

„Frakkar áttu ekki skilið að fara áfram og þeir hafa ekki verið neitt sérstakir á þessu móti. En í mótsfótbolta snýst þetta um að finna leiðir. Didier Deschamps hefur haft heppnina með sér og aftur hrasar hann áfram," segir Sutton.

„Það er ótrúlegt þegar maður horfir á hvaða leikmenn þeir eru með. Kylian Mbappe og Antoine Griezmann gerðu ekkert. Það hefur ekki verið neitt að fre´tta á síðasta þriðjungi."

Frakkar munu mæta Spánverjum í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner