Breiðablik tekur á móti Fylkismönnum í 17. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Heimamenn geta með sigri minnkað forskot Víkinga niður í 6 stig en Blikar sitja í 2. sæti deildarinnar. Fylkismenn geta með sigri og réttum úrslitum úr öðrum leikjum komið sér upp úr 11. sætinu og þar með fallsæti.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 0 Fylkir
Blikar gerir breytingu eftir tapið á móti Drita í forkeppni Sambandsdeildarinnar í síðustu viku. Kristinn Steindórsson kemur inn í stað Benjamin Stokke sem sest á bekkinn.
Fylkir gerir þrjár breytingar eftir jafntefli við Fram í síðustu umferð Bestu deildar. Ásgeir Eyþórsson, Þórður Gunnar Hafþórsson, Nikulás Valur Gunnarsson koma inn í byrjunarliðið og þeir Ragnar Bragi Sveinsson, Guðmundur Tyrfingsson og Þóroddur Víkingsson fara úr liðinu. Ragnar Bragi og Þóroddur setjast á bekkinn en Guðmundur Tyrifings er ekki hóp.
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
30. Andri Rafn Yeoman
Byrjunarlið Fylkir:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
9. Matthias Præst
11. Þórður Gunnar Hafþórsson
16. Emil Ásmundsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
24. Sigurbergur Áki Jörundsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson