Þórir Erik Atlason, ungur leikmaður Breiðabliks, var að ljúka vikudvöl hjá Slavia Prag, sem er eitt stærsta félag Tékklands,. Slavia hefur fylgst vel með Þóri í smá tíma og var honum boðið út til æfinga og spilaði hann tvo leiki með þeim.
Þórir Erik er fæddur 2009 og varð 16 ára í júlí. Hann er örvfættur, stór og sterkur hafsent með öflugan vinstri fót.
Þórir spilar með Breiðabliki, en hann var meðal annars einn af lykilmönnum í liði Blika sem náði góðum árangri á Gothia Cup í júlí.
Hjá Slavia Prag tók Þórir Erik þátt í fjölbreyttum æfingum og gekkst undir ítarlegar skoðanir hjá félaginu og var öll umgjörð félagsins til fyrirmyndar. Hann spilaði einnig tvo æfingaleiki með unglingaliði félagsins og skoraði eitt skallamarki eftir hornspyrnu. Leikirnir voru á móti Zilina frá Slóvakíu og Viktoria Plzen frá Tékklandi.
Slavia Prag er stór og sigursæll klúbbur í Tékklandi og spilar í Meistaradeild Evrópu.
Athugasemdir