Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. september 2022 23:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Stelpurnar standa vel að vígi fyrir umspilið - Þurfa bara einn sigur
Icelandair
Það er bara áfram gakk núna.
Það er bara áfram gakk núna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollendingar fagna sæti sínu á HM í kvöld.
Hollendingar fagna sæti sínu á HM í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla svekkt í leikslok.
Glódís Perla svekkt í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Hollandi í kvöld og þarf þess vegna að fara í umspil um að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn.

Stelpurnar okkar börðust hetjulega en fengu á sig mark í uppbótartímanum.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

Umspilið er vægast sagt flókið og ekki enn nákvæmlega ljóst hvernig leið Íslands verður í því, en það er samt hægt það að stelpurnar okkar standi vel að vígi.

Leiðin verður aðeins greiðari fyrir okkur Íslendinga þar sem við vorum eitt af þremur liðum í öðru sæti með bestan árangur í riðlunum í undankeppni UEFA fyrir HM 2023.

Það voru níu riðlar og þrjú bestu liðin í öðru sæti fara beint áfram í aðra umferð undankeppninnar. Hin sex liðin spila innbyrðis um að komast á það stig.

Þau þrjú lið sem vinna í fyrstu umferð dragast svo gegn liðunum þremur sem fóru beint áfram í aðra umferð. Verður spilaður einn leikur þann 11. október og gæti Ísland fengið heimaleik þar, en það verður dregið um það.

Tvö af liðunum sem vinna einvígin í annarri umferð fara beint á mótið en þriðja liðið fer í auka umspil á Nýja-Sjálandi - þar sem mótið verður meðal annars haldið - í febrúar á næsta ári.

Til þess að ákveða hvaða lið fara beint á mótið og hvaða eitt lið fer í auka umspil hinum megin á hnettinum þá eru tekin saman úrslit í undankeppninni og í seinni hluta umspilsins.

Ísland stendur vel að vígi fyrir umspilið eins og sjá má á myndinni fyrir neðan.


Ísland stendur vel að vígi eftir undanriðlana.

Ef undirritaður er að skilja rétt þá förum við alltaf beint á HM ef við vinnum leikinn sem við fáum 11. október í venjulegum leiktíma eða í framlengingu. Ef við vinnum í vítakeppni, þá gætum við endað í Nýja-Sjálandi í febrúar og ef við töpum, þá förum við ekki á HM.

Mögulegir mótherjar Íslands þann 11. október eru: Sviss, Írland, Austurríki, Belgía, Skotland, Portúgal, Wales og Bosnía.

Það verður dregið núna á föstudaginn í þessi einvígi sem verða í október.

Þetta eru allt lið sem eru lægra skrifuð en við á heimslista FIFA.

Það verður allavega úrslitaleikur sem við fáum 11. október og vonandi verður sá leikur fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Stelpurnar eru að sjálfsögðu áfram staðráðnar í því að komast á HM í fyrsta sinn í sögu íslenska kvennalandsliðsins. Það yrði mjög stórt afrek.
Athugasemdir
banner
banner
banner