PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 06. október 2024 16:41
Matthías Freyr Matthíasson
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum úrslitakeppninni ekki vel, fyrstu tveir leikirnir á erfiðum útivöllum en við gerum rosa vel á okkar heimavelli og okkur líður vel hérna heima. Fáum reyndar alvöru gusu í andlitið eftir eina mínútu en komum frábærlega til baka og spilum vel og skorum fullt af mörkum sagði Arnór Smárason leikmaður ÍA eftir góðan 4 -1 sigur á FH.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 FH

Geggjað að vera komnir með þrjú stig í úrslitakeppninni og halda aðeins að halda draumnum (um Evrópusæti) lifandi. Við sjáum hvernig aðrir leikir fara en lykilatriði fyrir okkur að koma okkur í gang í þessari úrslitakeppni og vinna á heimavelli fyrir framan fólkið okkar. Njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman og gera þetta soldið saman. Ég er mjög stoltur af þessu skagaliði í dag.

Skrokkurinn er að verða betri og betri, ennþá soldið í land en ég reyni bara að njóta hverjar mínútu sem að skrokkurinn leyfir og er í boði. Æðislegt að fá að spila fótbolta í blíðunni hérna uppi á Skaga og á frábærum velli, ég get ekki beðið um neitt meira. 

Þú ert nú ekkert að yngjast, er annað tímabil framundan hjá þér?

Það er mjög ólíklegt. Búið að vera frábær tími hérna uppi á Skaga þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Æðislegt að koma heim og hjálpa liðinu upp úr Lengjudeild og í topp sex strax á fyrsta ári. Maður gat ekki beðið um neitt meira og ég er búinn að njóta eins og ég segi að vera hérna og spila fyrir framan mitt fólk. Það er mjög líklegt að við segjum þetta gott eftir tímabilið, það er 99%. 

Nánar er rætt við Arnór hér að ofan og meðal annars hvort hann sé þá alfarið hættur í fótbolta.


Athugasemdir
banner