Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 06. október 2024 16:41
Matthías Freyr Matthíasson
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum úrslitakeppninni ekki vel, fyrstu tveir leikirnir á erfiðum útivöllum en við gerum rosa vel á okkar heimavelli og okkur líður vel hérna heima. Fáum reyndar alvöru gusu í andlitið eftir eina mínútu en komum frábærlega til baka og spilum vel og skorum fullt af mörkum sagði Arnór Smárason leikmaður ÍA eftir góðan 4 -1 sigur á FH.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 FH

Geggjað að vera komnir með þrjú stig í úrslitakeppninni og halda aðeins að halda draumnum (um Evrópusæti) lifandi. Við sjáum hvernig aðrir leikir fara en lykilatriði fyrir okkur að koma okkur í gang í þessari úrslitakeppni og vinna á heimavelli fyrir framan fólkið okkar. Njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman og gera þetta soldið saman. Ég er mjög stoltur af þessu skagaliði í dag.

Skrokkurinn er að verða betri og betri, ennþá soldið í land en ég reyni bara að njóta hverjar mínútu sem að skrokkurinn leyfir og er í boði. Æðislegt að fá að spila fótbolta í blíðunni hérna uppi á Skaga og á frábærum velli, ég get ekki beðið um neitt meira. 

Þú ert nú ekkert að yngjast, er annað tímabil framundan hjá þér?

Það er mjög ólíklegt. Búið að vera frábær tími hérna uppi á Skaga þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Æðislegt að koma heim og hjálpa liðinu upp úr Lengjudeild og í topp sex strax á fyrsta ári. Maður gat ekki beðið um neitt meira og ég er búinn að njóta eins og ég segi að vera hérna og spila fyrir framan mitt fólk. Það er mjög líklegt að við segjum þetta gott eftir tímabilið, það er 99%. 

Nánar er rætt við Arnór hér að ofan og meðal annars hvort hann sé þá alfarið hættur í fótbolta.


Athugasemdir
banner
banner