Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
   sun 06. október 2024 16:41
Matthías Freyr Matthíasson
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum úrslitakeppninni ekki vel, fyrstu tveir leikirnir á erfiðum útivöllum en við gerum rosa vel á okkar heimavelli og okkur líður vel hérna heima. Fáum reyndar alvöru gusu í andlitið eftir eina mínútu en komum frábærlega til baka og spilum vel og skorum fullt af mörkum sagði Arnór Smárason leikmaður ÍA eftir góðan 4 -1 sigur á FH.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 FH

Geggjað að vera komnir með þrjú stig í úrslitakeppninni og halda aðeins að halda draumnum (um Evrópusæti) lifandi. Við sjáum hvernig aðrir leikir fara en lykilatriði fyrir okkur að koma okkur í gang í þessari úrslitakeppni og vinna á heimavelli fyrir framan fólkið okkar. Njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman og gera þetta soldið saman. Ég er mjög stoltur af þessu skagaliði í dag.

Skrokkurinn er að verða betri og betri, ennþá soldið í land en ég reyni bara að njóta hverjar mínútu sem að skrokkurinn leyfir og er í boði. Æðislegt að fá að spila fótbolta í blíðunni hérna uppi á Skaga og á frábærum velli, ég get ekki beðið um neitt meira. 

Þú ert nú ekkert að yngjast, er annað tímabil framundan hjá þér?

Það er mjög ólíklegt. Búið að vera frábær tími hérna uppi á Skaga þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Æðislegt að koma heim og hjálpa liðinu upp úr Lengjudeild og í topp sex strax á fyrsta ári. Maður gat ekki beðið um neitt meira og ég er búinn að njóta eins og ég segi að vera hérna og spila fyrir framan mitt fólk. Það er mjög líklegt að við segjum þetta gott eftir tímabilið, það er 99%. 

Nánar er rætt við Arnór hér að ofan og meðal annars hvort hann sé þá alfarið hættur í fótbolta.


Athugasemdir
banner
banner
banner