Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 06. október 2024 16:41
Matthías Freyr Matthíasson
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum úrslitakeppninni ekki vel, fyrstu tveir leikirnir á erfiðum útivöllum en við gerum rosa vel á okkar heimavelli og okkur líður vel hérna heima. Fáum reyndar alvöru gusu í andlitið eftir eina mínútu en komum frábærlega til baka og spilum vel og skorum fullt af mörkum sagði Arnór Smárason leikmaður ÍA eftir góðan 4 -1 sigur á FH.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 FH

Geggjað að vera komnir með þrjú stig í úrslitakeppninni og halda aðeins að halda draumnum (um Evrópusæti) lifandi. Við sjáum hvernig aðrir leikir fara en lykilatriði fyrir okkur að koma okkur í gang í þessari úrslitakeppni og vinna á heimavelli fyrir framan fólkið okkar. Njóta þess að spila fótbolta og hafa gaman og gera þetta soldið saman. Ég er mjög stoltur af þessu skagaliði í dag.

Skrokkurinn er að verða betri og betri, ennþá soldið í land en ég reyni bara að njóta hverjar mínútu sem að skrokkurinn leyfir og er í boði. Æðislegt að fá að spila fótbolta í blíðunni hérna uppi á Skaga og á frábærum velli, ég get ekki beðið um neitt meira. 

Þú ert nú ekkert að yngjast, er annað tímabil framundan hjá þér?

Það er mjög ólíklegt. Búið að vera frábær tími hérna uppi á Skaga þessi tvö ár sem ég hef verið hérna. Æðislegt að koma heim og hjálpa liðinu upp úr Lengjudeild og í topp sex strax á fyrsta ári. Maður gat ekki beðið um neitt meira og ég er búinn að njóta eins og ég segi að vera hérna og spila fyrir framan mitt fólk. Það er mjög líklegt að við segjum þetta gott eftir tímabilið, það er 99%. 

Nánar er rætt við Arnór hér að ofan og meðal annars hvort hann sé þá alfarið hættur í fótbolta.


Athugasemdir
banner
banner
banner