Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
banner
   fös 06. desember 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chris Wilder þreyttur á VAR: Sýgur lífið úr mér og stuðningsmönnum
Chris Wilder, stjóri Sheffield United, var frekar vonsvikinn eftir tap sinna manna gegn Newcastle á heimavelli í gær.

Allan Saint-Maximin skoraði fyrra mark Newcastle og Jonjo Shelvey skoraði seinna mark liðsins.

Mark Shelvey var afar umdeilt eins og sjá má hér.

Markið kom á 69. mínútu, Andy Carroll flikkaði boltanum afturfyrir sig og þar var Jonjo Shelvey einn á auðum sjó. Aðstoðardómarinn þessum megin vallarins lyfti flaggi sínu en dómari leiksins leyfði Shelvey að halda áfram.

Enginn reyndi að elta Shelvey og skoraði hann framhjá Dean Henderson í marki Sheffield. Dómari leiksins flautaði í kjölfarið og dæmdi markið af. VAR leiðrétti svo mistökin og markið stóð.

„Það var sagt við okkur í upphafi leiktíðar að aðstoðarmaðurinn muni ekki lyfta upp flagginu. Hann setti flaggið upp, allir stoppuðu," sagði svekktur Wilder.

„Leikurinn hefur breyst frá þeim leik sem ég er vanur því að upplifa. Með einum hjartslætti hefur leikurinn breyst og ég veit ekki hvert þetta stefnir. Þetta sýgur lífið úr mér og stuðningsmönnum," sagði Wilder um VAR.

Sjá einnig:
Bruce um seinna markið: Hefði mátt halda flagginu niðri - Vel gert Jonjo
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner
banner