Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. desember 2019 23:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið: Allir hættu áður en Shelvey skoraði
Shelvey heldur leik áfram. Viðbrögð Andy Carroll má sjá í bakgrunni, hann sér að aðstoðardómarinn lyfti upp flagginu.
Shelvey heldur leik áfram. Viðbrögð Andy Carroll má sjá í bakgrunni, hann sér að aðstoðardómarinn lyfti upp flagginu.
Mynd: Getty Images
Newcastle lagði Sheffield United á útivelli, 0-2 í kvöld. Þetta var þriðji sigur Newcastle í síðustu fimm leikjum og liðið hefur krækt í 10 af síðustu 15 stigum sem hafa verið í boði.

Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir með skallamarki eftir 15 mínútna leik og í seinni hálfleik innsiglaði Jonjo Shelvey sigurinn með furðulegu marki.

Markið kom á 69. mínútu, Andy Carroll flikkaði boltanum afturfyrir sig og þar var Jonjo Shelvey einn á auðum sjó. Aðstoðardómarinn þessum megin vallarins lyfti flaggi sínu en dómari leiksins leyfði Shelvey að halda áfram.

Sjá einnig:
Bruce um seinna markið: Hefði mátt halda flagginu niðri - Vel gert Jonjo

Enginn reyndi að elta Shelvey og skoraði hann framhjá Dean Henderson í marki Sheffield. Dómari leiksins flautaði í kjölfarið og dæmdi markið af. VAR leiðrétti svo mistökin og markið stóð. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan, markið umrædda kemur eftir um 30 sekúndur af myndbandinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner