Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 05. desember 2019 23:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bruce um seinna markið: Hefði mátt halda flagginu niðri - Vel gert Jonjo
Mynd: Getty Images
Newcastle sigraði í kvöld Sheffield United á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle hefur náð í fjögur stig í síðustu tveimur leikjum og tíu stig í síðustu fimm. Sheffield er hins vegar án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum.

Steve Bruce, stjóri Newcastle, var í viðtali við BBC Sport eftir leikinn í kvöld. Þar tjáði hann sig um seinna mark Newcastle þar sem aðstoðardómarinn flaggaði rangstöðu en dómari leiksins leyfði leik að halda áfram, allir nema Jonjo Shelvey hættu leik og skoraði Shelvey framhjá Dean Henderson í marki Sheffield.

„Ég verð að segja vel gert hjá Jonjo fyrir að halda áfram og klára færið," sagði Bruce.

„Þetta var líklega tækifæri fyrir aðstoðardómarann að halda flagginu niðri því þetta var mjög tæpt. Hann hefði kannski getað haldið því niðri og treyst á VAR. Að lokum var rétt ákvörðun tekin," sagði Bruce að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner