Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Elías Már í sigurliði - PSV gerði jafntefli við Ajax
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Excelsior sem hafði betur gegn NEC Nijmegen í hollensku B-deildinni í kvöld.

Elíasi Má var skipt útaf á 92. mínútu en hann hefur verið fastamaður í byrjunarliðinu undanfarnar vikur. Þetta var annar sigur Excelsior í röð og er liðið komið upp í 6. sæti deildarinnar, með 31 stig eftir 18 umferðir.

Excelsior stefnir upp í efstu deild og er aðeins fjórum stigum frá Den Graafschap sem situr í öðru sæti og er aðeins búið að fá tvö stig úr síðustu þremur leikjum.

Excelsior 2 - 1 Nijmegen
1-0 S. Fischer ('48)
1-1 O. ter Haar Romeny ('49)
2-1 J. Zwarts ('73)

Í kvennaboltanum mættust bestu liðin í bikarnum. Anna Björk Kristjánsdóttir byrjaði á bekknum hjá PSV Eindhoven sem gerði 1-1 jafntefli við Ajax.

Liðin munu mætast aftur til að útkljá hver fer áfram í næstu umferð.

PSV 1 - 1 Ajax
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner