Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mið 06. desember 2023 09:25
Elvar Geir Magnússon
Arteta neitaði að tala um mistök Raya
David Raya gerði mistök í tveimur mörkum Luton.
David Raya gerði mistök í tveimur mörkum Luton.
Mynd: EPA
Á Raya að vera aðalmarkvörður Arsenal?
Á Raya að vera aðalmarkvörður Arsenal?
Mynd: EPA
Skiptar skoðanir eru á þeirri ákvörðun Mikel Arteta stjóra Arsenal að gera David Raya að aðalmarkverði og skella Aaron Ramsdale á bekkinn. Raya gerði sig sekan um mistök í tveimur mörkum Luton í ótrúlegum 4-3 útisigri Arsenal í gær.

Luton jafnaði í 2-2 þegar Elija Adebayo hafði betur í baráttunni við Raya um boltann og svo kom Ross Barkley Luton í 3-2 með því að skora með skoti sem fór undir spænska markvörðinn.

Spyrill Amazon Prime spurði Arteta eftir leikinn: Það er mikið talað um markvarðamálin. Er sanngjarnt að segja að markvörðurinn hafi gefið Luton tvö mörk?

„Ég er svo ánægður með liðið.“ svaraði Arteta sem vildi ekkert ræða um mistök markvarðar síns.

Spyrillinn spurði þá Arteta hvort hann hefði talað við Raya?

„Ég talaði við alla leikmennina. Þeir eru allir hoppandi glaðir. Svo ég er hæstánægður."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner