Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   þri 05. desember 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vonast til að halda Ramsdale en útilokar ekki brottför
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist vilja halda markverðinum Aaron Ramsdale innan sinna raða. Þó er mögulegt að Ramsdale kjósi að yfirgefa félagið í ljósi þess að hann er orðinn varamarkvörður fyrir David Raya.

Arsenal keypti Raya frá Brentford síðasta sumar og var hann ekki lengi að taka byrjunarliðsstöðuna af Ramsdale, sem hafði staðið sig vel eftir að hafa sjálfur tekið byrjunarliðssætið af Bernd Leno - sem er aðalmarkvörður Fulham í dag.

Ramsdale sér ekki fram á að fá mikinn spiltíma undir stjórn Arteta og gæti því heimtað að skipta um félag strax í janúar, þó það verði aðeins á lánssamningi. Hann vill komast í enska landsliðshópinn sem fer á EM 2024.

„Ég vil halda Aaron hjá félaginu," sagði Arteta þegar hann var spurður út í mögulegan lánssamning við Newcastle United, sem missti Nick Pope í löng meiðsli á dögunum.

„Mér finnst mjög gott að hafa tvo frábæra markverði í leikmannahópinum og ég vona að Aaron verði áfram. Markmiðið okkar er að bæta hópinn í sífellu og þetta er partur af því."

Arteta var svo spurður hvort hann gæti útilokað félagsskipti Ramsdale í janúar. „Ég mun ekki gera það varðandi neinn leikmann. Ég get ekki lofað ykkur að neinn leikmaður verði áfram hjá félaginu í janúar, eða að hann verði áfram í þrjú ár. Ég get ekki útilokað að einhver leikmaður fari til Newcastle, eða einhver meðlimur þjálfarateymisins. Ég get ekki svarað því.

„Ég get ekki útilokað að neinn fari neitt, þannig að svarið við spurningunni er nei. Ég get ekki útilokað það."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner