KR lagði FH í fyrsta leiknum í riðli 1 í Bose-bikarnum í dag. Liðin mættust á Meistaravöllum.
KR var með 2-0 forystu í hálfleik en Hrafn Tómasson og Michael Akoto skoruðu mörkin.
KR var með 2-0 forystu í hálfleik en Hrafn Tómasson og Michael Akoto skoruðu mörkin.
KR komst í 3-0 en Gils Gíslason skoraði tvö fyrir FH og minnkaði muninn í 3-2. KR bætti síðan fjórða markinu við og vann 4-2.
Hinn 16 ára gamli Skarphéðinn Gauti Ingimarsson og Stefán Árni Geirsson skoruðu mörk KR í seinni hálfleik. Stefán Árni meiddist illa síðasta vetur en náði að spila einn leik undir lok móts í sumar.
FH heimsækir Stjörnuna í næsta leik þann 13. desember og síðasti leikurinn í riðlinum fer fram þann 20. desember þegar Stjarnan fær KR í heimsókn.
Athugasemdir




