Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   lau 06. desember 2025 15:27
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Leikur Charlton og Portsmouth flautaður af - Watford vann
Tom Ince gerði sigurmark Watford
Tom Ince gerði sigurmark Watford
Mynd: Watford
Leicester og Watford unnu bæði í ensku B-deildinni í dag, en leikur Charlton og Portsmouth var flautaður af í fyrri hálfleik vegna neyðartilfellis í stúkunni.

Danski sóknarmaðurinn Luca Kjerrumgaard skoraði tvisvar fyrir Watford sem vann fallbaráttulið Norwich.

Norwich komst tvisvar yfir í leiknum en Watford svaraði á heimavelli sínum. Tom Ince, sonur ensku goðsagnarinnar Paul Ince, gerði síðan sigurmark heimamanna þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir.

Watford er í 12. sæti með 27 stig en Norwich í næst neðsta sæti með 13 stig.

Leicester gekk frá Derby í fyrri hálfleik en lokatölur þar urðu 3-1 fyrir Refunum. Bobby Reid, Oliver Skipp og Justin James skoruðu mörk Leicester í fyrri hálfleiknum, en Derby gerði sárabótarmark er Sondre Langas skoraði hálftíma fyrir leikslok.

Leicester er í 13. sæti með 27 stig en Derby í 14. sæti með 26 stig.

Charlton og Portsmouth mættust í Dalnum en leikurinn var flautaður af í fyrri hálfleik eftir að stuðningsmaður veiktist í stúkunni.

Ekki er ljóst hvenær liðin munu klára leikinn.

Derby County 1 - 3 Leicester City
0-1 Bobby De Cordova-Reid ('8 )
0-2 Oliver Skipp ('15 )
0-3 Jordan James ('31 )
1-3 Klinge Sondre Langas ('63 )

Watford 3 - 2 Norwich
0-1 Josh Sargent ('11 )
1-1 Luca Kjerrumgaard ('33 )
1-2 Oscar Schwartau ('45 )
2-2 Luca Kjerrumgaard ('61 )
3-2 Tom Ince ('78 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 23 15 6 2 54 23 +31 51
2 Middlesbrough 23 12 7 4 33 24 +9 43
3 Ipswich Town 23 10 8 5 38 23 +15 38
4 Hull City 23 11 5 7 39 37 +2 38
5 Preston NE 23 9 10 4 30 23 +7 37
6 Bristol City 23 10 6 7 32 25 +7 36
7 Millwall 23 10 6 7 25 31 -6 36
8 Watford 23 9 8 6 33 29 +4 35
9 QPR 23 10 5 8 33 35 -2 35
10 Stoke City 23 10 4 9 28 21 +7 34
11 Derby County 23 8 8 7 32 31 +1 32
12 Southampton 23 8 7 8 37 33 +4 31
13 Wrexham 23 7 10 6 32 30 +2 31
14 Leicester 23 8 7 8 32 33 -1 31
15 Birmingham 23 8 6 9 31 30 +1 30
16 West Brom 23 8 4 11 26 31 -5 28
17 Charlton Athletic 22 7 6 9 21 27 -6 27
18 Blackburn 22 7 5 10 22 26 -4 26
19 Sheffield Utd 23 8 2 13 31 36 -5 26
20 Swansea 23 7 5 11 24 31 -7 26
21 Oxford United 23 5 7 11 24 32 -8 22
22 Portsmouth 22 5 7 10 19 29 -10 22
23 Norwich 23 5 6 12 26 35 -9 21
24 Sheff Wed 22 1 7 14 18 45 -27 -8
Athugasemdir
banner
banner