Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   lau 06. desember 2025 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Óvænt tap Coventry - Flautað af hjá Andra
Lærisveinar Lampards töpuðu óvænt
Lærisveinar Lampards töpuðu óvænt
Mynd: EPA
Andri Lucas byrjaði hjá Blackburn en leikurinn var flautaður af þar sem völlurinn var á floti
Andri Lucas byrjaði hjá Blackburn en leikurinn var flautaður af þar sem völlurinn var á floti
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Topplið Coventry City tapaði óvænt fyrir Ipswich Town, 3-0, í ensku B-deildinni í dag. Þá var flautað af hjá Andra Lucasi Guðjohnsen og félögum hans í Blackburn Rovers þar sem völlurinn var á floti.

Frank Lampard og lærisveinar hans í Coventry fengu skellinn á Portman Road.

Coventry hafði aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu fram að þessum leik en Ipswich var ekki í neinum vandræðum á heimavelli sínum.

Sindre Egeli, George Hirst og Ivan Monzon skoruðu mörk Ipswich-manna.

Andri Lucas Guðjohnsen byrjaði hjá Blackburn gegn Sheffield Wednesday, en það þurfti að flauta leikinn af þar sem völlurinn var á floti.

Leikurinn spilaðist í rúman klukkutíma áður en dómarinn tók ákvörðun um að flauta leikinn af en staðan var þá 1-0 fyrir Blackburn.

Stefán Teitur Þórðarson byrjaði hjá Preston sem gerði 1-1 jafntefli við Wrexham, en Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson voru ekki með Birmingham í 3-1 tapinu gegn Southampton.

Chris Wilder og hans menn í Sheffield United unnu fjórða deildarleikinn í röð er þeir pökkuðu Stoke City saman, 4-0, á Bramall Lane. United er í 18. sæti með 22 stig.

Ipswich Town 3 - 0 Coventry
1-0 Sindre Walle Egeli ('43 )
2-0 George Hirst ('60 )
3-0 Ivan Azon ('90 )

QPR 3 - 1 West Brom
1-0 Jonathan Varane ('45 )
2-0 Rumarn Burrell ('59 )
2-1 Aune Heggebo ('77 )
3-1 Rumarn Burrell ('87 )

Preston NE 1 - 1 Wrexham
0-1 Kieffer Moore ('4 )
1-1 Harrison Armstrong ('81 )

Blackburn 1 - 0 Sheffield Wed (Flautað af á 60.)
1-0 Yuki Ohashi ('33 )

Bristol City 0 - 1 Millwall
0-1 Mihailo Ivanovic ('59 )

Sheffield Utd 4 - 0 Stoke City
1-0 Mark Mcguinness ('10 )
2-0 Femi Seriki ('40 )
3-0 Patrick Bamford ('44 )
4-0 Sydie Peck ('77 , víti)

Southampton 3 - 1 Birmingham
1-0 Finn Azaz ('6 )
2-0 Adam Armstrong ('24 )
2-1 Demarai Gray ('54 )
3-1 Adam Armstrong ('58 )

Swansea 2 - 0 Oxford United
1-0 Marko Stamenic ('40 )
2-0 Josh Tymon ('45 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 23 15 6 2 54 23 +31 51
2 Middlesbrough 23 12 7 4 33 24 +9 43
3 Ipswich Town 23 10 8 5 38 23 +15 38
4 Hull City 23 11 5 7 39 37 +2 38
5 Preston NE 23 9 10 4 30 23 +7 37
6 Bristol City 23 10 6 7 32 25 +7 36
7 Millwall 23 10 6 7 25 31 -6 36
8 Watford 23 9 8 6 33 29 +4 35
9 QPR 23 10 5 8 33 35 -2 35
10 Stoke City 23 10 4 9 28 21 +7 34
11 Derby County 23 8 8 7 32 31 +1 32
12 Southampton 23 8 7 8 37 33 +4 31
13 Wrexham 23 7 10 6 32 30 +2 31
14 Leicester 23 8 7 8 32 33 -1 31
15 Birmingham 23 8 6 9 31 30 +1 30
16 West Brom 23 8 4 11 26 31 -5 28
17 Charlton Athletic 22 7 6 9 21 27 -6 27
18 Blackburn 22 7 5 10 22 26 -4 26
19 Sheffield Utd 23 8 2 13 31 36 -5 26
20 Swansea 23 7 5 11 24 31 -7 26
21 Oxford United 23 5 7 11 24 32 -8 22
22 Portsmouth 22 5 7 10 19 29 -10 22
23 Norwich 23 5 6 12 26 35 -9 21
24 Sheff Wed 22 1 7 14 18 45 -27 -8
Athugasemdir
banner
banner
banner