Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   lau 06. desember 2025 17:04
Brynjar Ingi Erluson
England: Dias með þrumufleyg í öruggum sigri Man City - Simons allt í öllu hjá Tottenham
Ruben Dias skoraði sleggju gegn Sunderland
Ruben Dias skoraði sleggju gegn Sunderland
Mynd: EPA
Xavi Simons skoraði og lagði upp fyrir Tottenham
Xavi Simons skoraði og lagði upp fyrir Tottenham
Mynd: Tottenham
Bruno Guimaraes skoraði Ólympíumark
Bruno Guimaraes skoraði Ólympíumark
Mynd: EPA
Manchester City er komið af alvöru inn í titilbaráttuna eftir að hafa unnið öruggan 3-0 sigur á nýliðum Sunderland á Etihad-leikvanginum í dag. Everton, Newcastle United og Tottenham unnu góða sigra á meðan Chelsea missteig sig gegn Bournemouth.

Varnarmenn Man City komu liðinu í tveggja marka forystu í fyrri hálfleiknum.

Portúgalinn Ruben Dias skoraði algert draumamark á 31. mínútu með þrumufleyg fyrir utan teig. Minnti svolítið á Vincent Kompany gegn Leicester um árið.

Josko Gvardiol bætti við öðru fjórum mínútum síðar með skalla eftir hornspyrnu Phil Foden og þá komst Foden sjálfur á blað eftir stórkostlega Rabona-fyrirgjöf Rayan Cherki hálftíma fyrir leikslok.

Luke O'Nien, leikmaður Sunderland, sá rauða spjaldið undir lok leiks aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Fagmannleg frammistaða hjá Man City sem er komið aftur upp í annað sætið með 31 stig, nú aðeins tveimur stigum frá toppliði Arsenal.

Tottenham vann 2-0 sigur á Brentford í Lundúnum. Xavi Simons, sem hefur átt erfitt uppdráttar hjá Tottenham, var aðalmaðurinn með mark og stoðsendingu.

Hann lagði upp fyrir Richarlison á 25. mínútu sem gat ekki annað en skorað úr teignum og þá bætti Simons við öðru á 43. mínútu eftir glæsilegt hlaup.

Tottenham flaug upp í 8. sæti deildarinnar með 22 stig en Hákon Rafn Valdimarsson og félagar í Brentford í 14. sæti með 19 stig. Hákon sat allan tímann á varamannabekknum.

Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle United, skoraði beint úr hornspyrnu í 2-1 sigri liðsins á Burnley.

Markið skoraði hann á 31. mínútu. Boltinn flaug yfir alla og þar á meðal Martin Dubravka, fyrrum liðsfélaga hans í Newcastle, og í netið.

Undir lok hálfleiksins sá Lucas Pires rauða spjaldið fyrir tæklingu á Anthony Elanga sem var að sleppa í gegn og stuttu síðar fengu heimamenn vítaspyrnu þegar leikmaður Burnley handlék boltann í teignum.

Anthony Gordon skoraði markið en Burnley-menn fengu vítaspyrnu á hinum endanum í lok leiks sem Zian Flemming skoraði úr. Þriðji deildarsigur Newcastle í síðustu fjórum leikjum og liðið nú í 10. sæti með 22 stig en Burnley í næst neðsta sæti með 10 stig.

Bournemouth og Chelsea gerðu markalaust jafntefli á Vitality-leikvanginum.

Liðin skiptust á færum en Chelsea var töluvert meira með boltann.

Alejandro Garnacho átti tilraun í tréverkið snemma í síðari hálfleiknum og þá fékk Antoine Semenyo einnig gott tækifæri til að skora undir lokin fyrir heimamenn.

Jafntefli var hins vegar niðurstaðan. Chelsea er í 4. sæti með 25 stig en Bournemouth í 13. sæti með 20 stig.

Everton vann þá 3-0 sigur á Nottingham Forest þar sem Thierno Barry skoraði sitt fyrsta mark fyrir þá bláu.

Nikola Milenkovic varð fyrir því óláni að koma boltanum í eigið net á 2. mínútu og gerði Barry fyrsta mark sitt eftir frábæra sókn í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Kiernan Dewsbury-Hall gulltryggði Everton sigurinn á 80. mínútu og skaut sínum mönnum í 5. sæti deildarinnar með 24 stig en Nottingham aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Newcastle 2 - 1 Burnley
1-0 Bruno Guimaraes ('31 )
2-0 Anthony Gordon ('45 , víti)
2-1 Zian Flemming ('90 , víti)
Rautt spjald: Lucas Pires, Burnley ('43)

Tottenham 2 - 0 Brentford
1-0 Richarlison ('25 )
2-0 Xavi Simons ('43 )

Manchester City 3 - 0 Sunderland
1-0 Ruben Dias ('31 )
2-0 Josko Gvardiol ('35 )
3-0 Phil Foden ('65 )
Rautt spjald: Luke O'Nien, Sunderland ('90)

Everton 3 - 0 Nott. Forest
1-0 Nikola Milenkovic ('2 , sjálfsmark)
2-0 Thierno Barry ('45 )
3-0 Kiernan Dewsbury-Hall ('80 )

Bournemouth 0 - 0 Chelsea
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
6 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner