Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   lau 06. desember 2025 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Dramatík er Leeds og Liverpool skildu jöfn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Leeds 3 - 3 Liverpool
0-1 Hugo Ekitike ('48 )
0-2 Hugo Ekitike ('50 )
1-2 Dominic Calvert-Lewin ('73 , víti)
2-2 Anton Stach ('75 )
2-3 Dominik Szoboszlai ('80 )
3-3 Ao Tanaka ('90 )

Leeds fékk Liverpool í heimsókn í ótrúlegum leik. Liverpool hefur verið í miklum vandræðum á tímabilinu en Leeds kom fullt stjálfstrausts inn í leikinn eftir sigur gegn Chelsea í síðustu umferð.

Fyrri hálfleikurinn var frekar tíðindalítill en Curtis Jones var nálægt því að koma Liverpool yfir eftir stundafjórðung en skotið í slána.

Seinni hálfleikurinn byrjaði ansi fjörlega. Joe Rodon átti skelfilega sendingu þvert yfir völlinn í öftustu línu og Hugo Ekitike náði boltanum og skoraði örugglega eftir aðeins þriggja mínútna leik í seinni hálfleik.

Tveimur mínútum síðar vildi Ekitike fá vítaspyrnu en ekkert dæmt. Leikurinn hélt áfram og boltinn barst til Conor Bradley sem átti fyrirgjöf og Ekitike bætti við sínu öðru marki og öðru marki Liverpool.

Þegar rúmlega stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma fékk Leeds vítaspyrnu þegar Ibrahima Konate braut á Wilfried Gnonto. Dominic Calvert-Lewin skoraði með föstu skoti, Alisson valdi rétt horn en var ekki nógu snöggur.

Leeds jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar þegar Anton Stach kom sér í góða stöðu inn á teignum og skoraði. Liverpool gafst ekki upp því Dominik Szoboszlai kom liðinu aftur yfir eftir langa sendingu frá Ryan Gravenberch.

Það var dramatík í lokin þar sem Ao Tanaka skoraði þriðja mark Leeds eftir að boltinn barst til hans á fjærstönginni eftir hornspyrnu.

3-3 urðu lokatölur leiksins. Leeds hefur nælt í fjögur stig úr síðustu tveimur lekjum gegn Chelsea og Liverpool en vandræði Liverpool halda áfram. Liverpool er í 8. sæti með 23 stig en Leeds er í 16. sæti með 15 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
6 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner