Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   lau 06. desember 2025 14:31
Brynjar Ingi Erluson
England: Hádramatískur sigur Aston Villa á Arsenal
Emi Buendía var hetja Villa gegn Arsenal
Emi Buendía var hetja Villa gegn Arsenal
Mynd: EPA
Arsenal tapaði mikilvægum stigum í titilbaráttunni
Arsenal tapaði mikilvægum stigum í titilbaráttunni
Mynd: EPA
Aston Villa 2 - 1 Arsenal
1-0 Matty Cash ('36 )
1-1 Leandro Trossard ('52 )
2-1 Emi Buendía ('90 )

Aston Villa vann hádramatískan og frækinn 2-1 sigur á Arsenal í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Villa Park í dag.

Leikurinn var hin mesta skemmtun og mættu lærisveinar Unai Emery vel undirbúnir gegn besta liði deildarinnar.

David Raya varði frábærlega frá Ollie Watkins snemma leiks og þá varði Emiliano Martínez vel frá Bukayo Saka sem lét vaða með hörkuskoti fyrir utan teig.

Mark var tekið af Eberechi Eze á 22. mínútu vegna rangstöðu á Bukayo Saka í aðdragandanum en fimmtán mínútum síðar fengu gestirnir óvænt högg er Matty Cash tók forystuna fyrir Aston Villa.

Fyrirgjöfin kom frá vinstri, sem varnarmaður Arsenal skallaði aftur fyrir sig og í hlaupaleið Cash sem setti boltann á milli fóta hjá David Raya og í netið.

Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Villa. Mikel Arteta gerði breytingar í hálfleik en hann setti Leandro Trossard og Viktor Gyökeres inn í stað Mikel Merino og Eze.

Trossard, eins og svo oft áður, kom Arsenal til bjargar er hann jafnaði metin á 52. mínútu.

Villa-menn töpuðu boltanum og var það Martin Ödegaard sem keyrði fram völlinn, lagði boltann inn á Saka sem kom boltanum í átt að marki. Martínez varði hann út á Trossard sem skaut honum í gegnum varnarmenn Villa og í markið.

Meiri ákefð færðist í leikinn og var erfitt að sjá ekki annað mark koma.

Raya varði meistaralega frá Watkins og fimm mínútum síðar sá Martínez við Ödegaard með heimsklassavörslu.

Donyell Malen gat tryggt Villa sigurinn á 78. mínútu en setti boltann hárfínt framhjá markinu. Þreytan fór aðeins að segja til sín á síðustu mínútum en áfram hélt leit beggja liða að sigurmarki.

Seint í uppbótartímanum voru það heimamenn sem tóku öll stigin eftir ótrúlegar senur. Fyrirgjöfin kom fyrir á Jadon Sancho sem átti skalla í átt að marki. Boltinn datt aftur og aftur fyrir Villa áður en Emi Buendía stýrði honum efst í hægra hornið.

Villa annað liðið til að vinna Arsenal á tímabilinu og er nú í öðru sæti aðeins þremur stgium frá toppliðinu en Manchester City á möguleika á að saxa á forystu Arsenal niður í aðeins tvö stig þegar það tekur á móti Sunderland á Etihad klukkan 15:00.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner