Leeds hefur verið að spila vel að undanförnu en liðið gerði dramatískt jafntefli gegn Liverpool í kvöld.
Ao Tanaka bjargaði stigi með marki eftir hornspyrnu seint í uppbótatíma. Liðið vann Chelsea í síðustu umferð og um síðustu helgi tapaði liðið naumlega gegn Man City.
Ao Tanaka bjargaði stigi með marki eftir hornspyrnu seint í uppbótatíma. Liðið vann Chelsea í síðustu umferð og um síðustu helgi tapaði liðið naumlega gegn Man City.
„Þetta var þriðji leikurinn á sjö dögum gegn risaliðum í Evrópuboltanum. Að komast út úr þessari viku með þessari frammistöðu og með þetta mörg stig er frábært fyrir strákana," sagði Farke.
„Við sýndum ótrúlega seiglu og reynslu og einnig sveigjanleika til að aðlagast mismunandi aðstæðum. Þetta er bara stig en manni líður eins og þetta hafi verið eins og sigur.“
Athugasemdir



