Eric Garcia, varnarmaður Barcelona, var nálægt því að yfirgefa Barcelona í janúar. Como var á eftir honum og það var búið að bóka læknisskoðun áður en Hansi Flick stöðvaði skiptin.
„Eric García var með tilboð frá öðru félagi en ég sagði honum að ég þurfti á honum að halda," sagði Flick.
Flick segir að hann eigi skilið að fá nýjan samning.
„Hann er að spila mjög vel. Hann þekkir félagið mjög vel og á skilið nýjan samning. Hann er mikilvægur leikmaður í klefanum, hann gæti orðið fyrirliði. Hann lifir fyrir félagið, elskar það. Ég sá hvað hann hafði frá byrjun síðasta tímabils. Hann var svolítið meiddur en algjör fagmaður," sagði Flick.
Athugasemdir

