Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði eina mark Gwangju í grátlegu 2-1 tapi gegn Jeonbuk í bikarúrslitum í Suður-Kóreu í morgun.
Gwangju bjargaði sér á dögunum frá falli úr efstu deildinni sem var mikill léttir fyrir félagið.
Þá komst það alla leið í bikarúrslit gegn Jeonbuk sem var síðasti leikur tímabilsins.
Hólmbert, sem hafði skorað tvö mörk í síðustu þremur leikjum, byrjaði leikinn og skoraði eina mark Gwangju er hann jafnaði metin tuttugu mínútum fyrir leikslok.
HK-ingurinn kom sínum mönnum í framlengingu, en þar höfðu Jeonbuk-menn betur með marki í uppbótartíma fyrri hluta framlengingarinnar.
Tvö rauð spjöld fóru á loft í framlengingunni, eitt á hvort lið, en fleiri urðu mörkin ekki og var það Jeonbuk sem stóð upp sem sigurvegari.
Hólmbert skoraði þrjú mörk fyrir Gwangju á sínu fyrsta tímabili í Suður-Kóreu.
Athugasemdir


